Atkvæðagreiðslan kostaði 245 milljónir

mbl.is/Kristinn

Kostnaðaráætlun vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 9. apríl, í kjölfar synjunar forseta á staðfestingu Icesave-laganna, nemur í heild 245 milljónir kr. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem hefur verið lagt fram á Alþingi.

Þar segir að þar vegi langþyngst framlög til sveitarfélaga sem áætluð eru 170 milljónir kr. Launagjöld eru áætluð 40 milljónir því til viðbótar. Er þá meðtalinn kostnaður við störf Landskjörsstjórnar og starfsmanna sýslumannsembætta.

Prentun, kynning og ýmis sérfræðiþjónusta í tengslum við kosninguna eru áætluð 35 milljónir kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert