Efna til fundar á Austurvelli

Hörður Torfason á mótmælafundi á Austurvelli.
Hörður Torfason á mótmælafundi á Austurvelli. mbl.is/Ómar

Samtökin Raddir fólksins hafa efnt til samstöðufundar á Austurvelli næstkomandi laugardag, 15. október, klukkan 15. Fundarstjóri verður Hörður Torfason.

Tilefni fundarins, samkvæmt tilkynningu hópsins, er að þennan dag muni milljónir manna víðsvegar um heim safnast saman á torgum til að mótmæla „ofbeldi stjórn- og fjármálaheimsins gagnvart almenningi og krefjast þess að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur almennings fram fyrir kröfur fjármálaheimsins," eins og segir í tilkynningu Radda fólksins sem taka afdráttarlaust undir þessar kröfur.

Ávörp flytja Alma Jenny Guðmundsdóttir ferðaþjónustubóndi og Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Á undan fundinum leikur Harmonikkukvartettinn Smárinn, en þess er getið að á sama tíma fari fram útifundur á Lækjartorgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert