Efna til fundar á Austurvelli

Hörður Torfason á mótmælafundi á Austurvelli.
Hörður Torfason á mótmælafundi á Austurvelli. mbl.is/Ómar

Sam­tök­in Radd­ir fólks­ins hafa efnt til sam­stöðufund­ar á Aust­ur­velli næst­kom­andi laug­ar­dag, 15. októ­ber, klukk­an 15. Fund­ar­stjóri verður Hörður Torfa­son.

Til­efni fund­ar­ins, sam­kvæmt til­kynn­ingu hóps­ins, er að þenn­an dag muni millj­ón­ir manna víðsveg­ar um heim safn­ast sam­an á torg­um til að mót­mæla „of­beldi stjórn- og fjár­mála­heims­ins gagn­vart al­menn­ingi og krefjast þess að stjórn­mála­menn taki um­svifa­laust kröf­ur al­menn­ings fram fyr­ir kröf­ur fjár­mála­heims­ins," eins og seg­ir í til­kynn­ingu Radda fólks­ins sem taka af­drátt­ar­laust und­ir þess­ar kröf­ur.

Ávörp flytja Alma Jenny Guðmunds­dótt­ir ferðaþjón­ustu­bóndi og Andrea J. Ólafs­dótt­ir, formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna. Á und­an fund­in­um leik­ur Harmonikku­kvart­ett­inn Smár­inn, en þess er getið að á sama tíma fari fram úti­fund­ur á Lækj­ar­torgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert