Frá því fyrir bankahrun hafa teikningar að nýju fiskiðjuveri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum verið á teikniborðinu.
Áformin eru um framkvæmdir upp á um fimm milljarða króna. Í fyrsta áfanga yrði bætt úr brýnni þörf með endurbótum við vinnslu á uppsjávarafla upp á um 2,5 milljarða.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hins vegar að ekki verði farið af stað „fyrr en við vitum hvað er næst á dagskrá hjá íslenskum stjórnvöldum“.