Milljarða framkvæmdum frestað

Nýja vinnslan kæmi í staðinn fyrir hús sem er að …
Nýja vinnslan kæmi í staðinn fyrir hús sem er að hluta til yfir 60 ára gamalt. mbl.is/Fréttir

Frá því fyrir bankahrun hafa teikningar að nýju fiskiðjuveri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum verið á teikniborðinu.

Áformin eru um framkvæmdir upp á um fimm milljarða króna. Í fyrsta áfanga yrði bætt úr brýnni þörf með endurbótum við vinnslu á uppsjávarafla upp á um 2,5 milljarða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hins vegar að ekki verði farið af stað „fyrr en við vitum hvað er næst á dagskrá hjá íslenskum stjórnvöldum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert