Framtíð Starfsgreinasambandsins er til umræðu á þingi þess sem hefst á morgun en miklar deilur hafa verið innan SGS.
Nú liggur fyrir grunnur að samkomulagi, skv. heimildum Morgunblaðsins sem gengur út á að endanlegum ákvörðunum um fyrirkomulag og framtíð sambandsins verði frestað til vors.
Í fréttaskýringu um deilurnar í SGS í Morgunblaðinu í dag segir, að búist sé við tillögum á þinginu um að dregið verði úr umsvifum SGS, skattar verði lækkaðir og dregið úr kostnaði.