Siv braut þrjá putta

Siv mætti í gær í dómssal vegna svokallaðs staðsetningarbúnaðarmáls, en …
Siv mætti í gær í dómssal vegna svokallaðs staðsetningarbúnaðarmáls, en hún var þá nýbúin að slasa sig. mbl.is/Árni Sæberg

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins klemmdi sig á stálhurðinni í bílakjallara Alþingis í gærmorgun en við það brotnuðu þrír puttar á hægri hendi.

Siv segir frá þessu óhappi á heimasíðu sinni. Hún segist hafa verið á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í forföllum Eyglóar Harðardóttur sem er erlendis, þegar hún klemmdi sig á stálhurð í bílastæðakjallara Alþingis. Hún segir að það taki 5-6 vikur fyrir sárin að gróa.

„Brotnu fingurnir eru á hægri hendi og þar sem ég er rétthent er þetta nokkuð bagalegt. Erfitt er að vinna í tölvunni og senda sms svo eitthvað sé nefnt, en vinstri höndin hlýtur að þjálfast fljótt upp,“ segir Siv.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert