Siv braut þrjá putta

Siv mætti í gær í dómssal vegna svokallaðs staðsetningarbúnaðarmáls, en …
Siv mætti í gær í dómssal vegna svokallaðs staðsetningarbúnaðarmáls, en hún var þá nýbúin að slasa sig. mbl.is/Árni Sæberg

Siv Friðleifs­dótt­ir alþing­ismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins klemmdi sig á stál­h­urðinni í bíla­kjall­ara Alþing­is í gær­morg­un en við það brotnuðu þrír putt­ar á hægri hendi.

Siv seg­ir frá þessu óhappi á heimasíðu sinni. Hún seg­ist hafa verið á fund í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í for­föll­um Eygló­ar Harðardótt­ur sem er er­lend­is, þegar hún klemmdi sig á stál­h­urð í bíla­stæðakjall­ara Alþing­is. Hún seg­ir að það taki 5-6 vik­ur fyr­ir sár­in að gróa.

„Brotnu fing­urn­ir eru á hægri hendi og þar sem ég er rétt­hent er þetta nokkuð baga­legt. Erfitt er að vinna í tölv­unni og senda sms svo eitt­hvað sé nefnt, en vinstri hönd­in hlýt­ur að þjálfast fljótt upp,“ seg­ir Siv.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert