Stórkostlegt gáleysi

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Héraðsdóm­ur hef­ur dæmt ís­lenska ríkið til að greiða 18 ára göml­um pilti 31 millj­ón í bæt­ur vegna ör­orku, sem hann hlaut  11 ára gam­all. Taldi fjöl­skipaður héraðsdóm­ur að starfs­fólk Fjórðungs­sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri hefði sýnt af sér stór­kost­legt gá­leysi sem olli pilt­in­um bóta­skyldu lík­ams­tjóni.

Dreng­ur­inn var lagður inn á sjúkra­húsið árið 2004 með mjög slæma sýk­ingu í kvið. Mats­menn, sem kvadd­ir voru til í mál­inu, sögðu að meðferð drengs­ins hafi ekki verið full­nægj­andi í hví­vetna en um hefði verið að ræða óvenju flókið og erfitt sjúkra­til­felli.

Af­leiðing­in varð sú, að dreng­ur­inn lenti m.a. í hjarta­stoppi og var hon­um haldið sof­andi í önd­un­ar­vél í 5 sól­ar­hringa eft­ir það. Þegar dreng­ur­inn vaknaði var ljóst að hann hafði hlotið veru­leg­an heilaskaða. Hann er með skerta heyrn og sjón, nær eng­inn tjá­skipti við um­hverfið, veru­lega spa­stísk­ur og bund­inn við hjóla­stól. Var­an­leg ör­orka hans er met­in 100%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert