Úttekt á skjálftavirkninni

Frá Hellisheiðarvirkjun.
Frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Hafin er úttekt á smáskjálftavirkni á Hengilssvæðinu, sem tengist niðurdælingu á jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun, en Hvergerðingar hafa kvartað sáran undan skjálftavirkninni undanfarið.

Í starfsleyfi Hellisheiðarvirkjunar er gert ráð fyrir niðurrennslinu, segir í tilkynningu frá OR, en úttektin er gerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins. Vísindamenn á Orkustofnun hafa umsjón með úttektinni og njóta liðsstyrks starfssystkina hjá ÍSOR, Veðurstofunni og Orkuveitu Reykjavíkur

Markmið úttektarinnar er, samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur, að varpa ljósi á eðli skjálftahviðanna og leitast við að spá fyrir um hversu lengi þær geti varað. Leita á einnig svara við því hvort smáskjálftarnir dragi úr spennu í jarðlögum og komi þannig í veg fyrir stærri skjálfta. Þá á að afla upplýsinga um samsvarandi virkni erlendis. Niðurstaðan á að liggja fyrir á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert