Vill láta skoða eignarhaldið

Lundey NS er eitt skipa HB Granda
Lundey NS er eitt skipa HB Granda HB Grandi

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur sent bréf til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um að það skoði eignarhald á HB Granda eftir að Arion banki eignaðist þriðjungshlut í félaginu og hvort kaupin samræmist lögum um erlenda fjárfestingu í íslenskum fyrirtækjum.

Arion banki, sem er að mestu í eigu erlendra kröfuhafa, tók hlutabréfin í HB Granda upp í skuld Kjalars, félags Ólafs Ólafssonar, við bankann. HB Grandi hefur yfir að ráða 10,4% af kvótanum.

Samkvæmt lögunum mega eftirtaldir einir stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands samkvæmt lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands eða eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi:

Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar, íslenskir lögaðilar sem að öllu leyti eru í eigu íslenskra aðila eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: Eru undir yfirráðum íslenskra aðila. Eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé.

Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%. Eru að öðru leyti í eigu íslenskra ríkisborgara eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert