500 þúsund í tekjur af landasölu

„Mér bara blöskraði eitt sinn þegar ég fór út í ríki og keypti vodkaflösku fyrir 6000 kall,“ segir bruggari í Reykjavík en fjallað er um brugg í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi. Hann segist hafa um 500 þúsund krónur í tekjur á mánuði, sem þó gætu verið mun meiri ef hann sæi sjálfur um sölu landans.

Heimildamönnum MBL Sjónvarps ber saman um að landabrugg hafi aukist mikið eftir hrun. Tölur frá lögreglunni gefa það einnig til kynna en árið 2007 komu upp 10 tilvik um ólöglega framleiðslu áfengis en í fyrra voru tilvikin 27 talsins eða tæplega þrefalt fleiri.

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert