Á tánum vegna Kötlu

Sigkatlasvæðið á upptakasvæði hlaupsins í Múlakvísl fyrr á árinu.
Sigkatlasvæðið á upptakasvæði hlaupsins í Múlakvísl fyrr á árinu. Ljósmynd/Erik Sturkell

Íslenskir jarðvísindamenn fylgjast grannt með framvindu mála í Kötlu. Fari svo að gjósi í Kötlu er við því að búast að askan verði ekki eins fín og frá Eyjafjallajökli í gosinu sem hófst 14. apríl í fyrra. Þetta kom fram í viðtali Al Jazeera við prófessor Sigurð Reyni Gíslason í kvöld.

Sigurður Reynir spjallaði við fréttakonu stöðvarinnar í Lundúnum í gegnum Skype-forritið en hann er jarðvísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Var þar rakið hvernig virkni undir eldfjallinu á árinu gefi vísbendingar um að frekari jarðhræringar kunni að vera í vændum og má af framsetningu stöðvarinnar ráða að eldfjallið sé komið inn á ratsjá heimspressunnar.

Spurður hvort hugsanlegt eldgos muni setja sama strik í reikning flugsamgangna og gosið í Eyjafjallajökli sagði Sigurður Reynir að það færi eftir vindátt, styrk eldgossins og öðrum þáttum. Fyrsti þyrfti að huga að öryggi íbúa í nágrenni Kötlu og vegfarenda sem þar eiga leið um áður en hugað yrði að alþjóðaflugi, færi svo að Katla gysi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka