Heldur sjó þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð

Landhelgisgæslan gerir út þrjú varðskip um þessar mundir. Slíkt hefur …
Landhelgisgæslan gerir út þrjú varðskip um þessar mundir. Slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2006. mbl.is/Árni Sæberg

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð hafi Gæslunni tekist, með verkefnum erlendis, að halda öllum tækjum í rekstri, starfsfólki í þjálfun og fjölga verulega í starfsmannahópnum.

Þetta kom fram í ávarpi Georgs á fundi stjórnenda allra deilda LHG sem fram fór í Keflavík í vikunni. Þar var farið yfir verkefna- og rekstrarlega stöðu deilda og horfur fyrir árið 2010, að því er segir á vef Gæslunnar.

Georg segir að sem fyrr séu krefjandi verkefni framundan þar sem starfsmenn verði að leggjast á eitt. 

Fram kemur á vef Gæslunnar að í fjárlögum fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir áframhaldandi niðurskurði og því sé nauðsynlegt að vinna áfram að því að leita leiða til að halda í sérhæfðan og verðmætan mannskap sem og tækjabúnað, meðal annars með verkefnum erlendis.

Verkefna- og rekstrarfundir Landhelgisgæslunnar eru haldnir með reglulegu millibili. Þeir eru hluti af innra starfi LHG og hluti af því að viðhalda sífelldri endurskoðun, markmiðssetningu og endurskipulagningu rekstrarins með hliðsjón af stefnumótunarvinnu sl. ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert