Ný stjórn Sterkara Íslands

Ný stjórn Sterkara Íslands
Ný stjórn Sterkara Íslands

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Sterkara Íslands/Já Ísland í gærkvöldi. Farið var yfir verkefni félagsins á síðasta starfsári og kosið í stjórn og 70 manna framkvæmdaráð. 

Formaður félagsins Jón Steindór Valdimarsson var endurkjörinn en auk hans voru kjörnir í stjórn, Arndís Kristjánsdóttir lögfræðingur, Valdimar Birgisson í aðalstjórn.  Í varastjórn voru kjörin Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur og Daði Rafnsson alþjóðastjórnmálafræðingur.  

 Auk þeirra eiga sæti í stjórn, tilnefnd af aðildarfélögum Sterkara Íslands: Benedikt Jóhannesson fyrir Sjálfstæða Evrópumenn. Andrés Pétursson fyrir Evrópusamtökin. Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Evrópuvakt Samfylkingarinnar. Auk þeirra eiga Ungir Evrópusinnar sæti í stjórn en nýr fulltrúi þeirra í stjórn Sterkara Íslands verður skipaður í næstu viku á aðalfundi félags Ungra Evrópusinna.

Sjá framkvæmdastjórnina hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert