Snýst um landsbyggðarpólitík

Kleppsspítali
Kleppsspítali mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Geðhjálp hefur í áraraðir barist fyrir því að réttargeðdeildinni að Sogni Ölfusi verði endurskoðuð og lokuð í þeirri mynd er hún hefur starfað. Þetta kemur fram í ályktun frá Geðhjálp

Árið 2008 gerði Geðhjálp úttekt á starfsemi stofnunarinnar sem gaf skýrar niðurstöður um lélegan aðbúnað og algert vanhæfni stofnunarinnar til starfa að endurhæfingu geðsjúkra brotamanna.

Geðhjálp harmar að hugmyndir þingmanna sem hafa endurspeglast í ummælum þeirra á þingi í gær (Björgvins G. Sigurðssonar, Unnar Brá Konráðsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar),  taki ekki til mikilvægi mannréttinda og meðferðar geðsjúkra brotamanna heldur snúist einvörðungu um landsbyggðarpólitík og atkvæði þeirra sem geta haft sig í frammi. Við köllum á faglegri rök að þeirra hálfu, segir í ályktun.

„Geðhjálp fagnar öllum þeim áformum sem uppi eru um bætta geðheilbrigðisþjónustu og mun nú sem endranær veita þeim er að því standa aðhald til hagsmuna geðsjúkum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert