Stóru atriðin sem gleymast

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

„Skortur á fjárfestingum, slakur hagvöxtur og viðvarandi atvinnuleysi eru stóru atriðin sem vantar í þá glæsimynd sem stjórnvöld draga upp af árangri sínum af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þrátt fyrir að segjast í orði sem á borði vera sammála aðilum vinnumarkaðarins um nauðsyn fjárfestinga og hagvaxtar hafa hugmyndafræðileg vandamál og þörf fyrir blóraböggla staðið í vegi fyrir því að góð tækifæri hafi nýst og árangur lætur á sér standa." Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, m.a. í leiðara fréttabréfs SA sem kemur út í dag.

Vilhjálmur lítur yfir farinn veg í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá efnahagshruninu í október 2008. Hann segir árangur efnahagsáætlunarinnar með AGS fyrst og fremst hafa falist í auknum aga í efnahagsmálum en með óhóflegum skattahækkunum og niðurskurði hafi í stórum dráttum tekist að ná utan um hallarekstur ríkissjóðs. Hann segir að mistekist hafi að skapa stórum sem smáum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum eðlilegt fjárfestingarumhverfi. Skapa þurfi aðstæður sem fyrst til að þau geti sótt fram, ráðið fólk í vinnu og skapað verðmæti.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert