70,3% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur betur til að gegna embætti formanns flokksins heldur en sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni.
Þetta kemur fram í nýtti skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið.
Ef er litið til allra svara í könnuninni, það er óháð stjórnmálaflokkum, segjast 81,8% treysta Hönnu Birnu en 18,2% Bjarna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram dagana 17. til 20. nóvember en Hanna Birna hefur ekki enn gefið upp hvort hún ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins.