Umræða um hrunið á villigötum

Ásgeir Jónsson, fv. forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifaði bókina Why Iceland? …
Ásgeir Jónsson, fv. forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifaði bókina Why Iceland? How the World's Smallest Country Became the Meltdown's Biggest Casualty, þar sem hann leitaðist við að skýra orsakir hrunsins. Friðrik Tryggvason

Of mikil áhersla hefur verið lögð á persónur í umræðum um efnahagshrunið haustið 2008, ásamt því sem umræðan einskorðaðist við Ísland fyrstu misserin eftir hrun í stað þess að taka stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi með í reikninginn. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, fv. hagfræðings hjá Kaupþingi.

Ásgeir lýsti yfir þessari skoðun sinni á málþingi um Jón Sigurðsson í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag en hátíðin var á vegum Hins íslenska bókmenntafélags.

Meðal annarra ræðumanna voru Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ, og Sigurður Líndal, forseti bókmenntafélagsins.

Taldi Ásgeir að setja þyrfti efnahagshrunið í stærra samhengi í hagsögu Íslands.

Ísland hefði í raun glatað efnahagslegum stöðugleika þegar landið skildi við Danmörku með stofnun lýðveldis á Þingvöllum fyrir 67 árum. Þá væru 30% neikvæðir raunvextir á sjöunda áratugnum dæmi um þá efnahagslegu óstjórn sem hér hefði viðgengist á lýðveldistímanum.

Með ummælum sínum slær Ásgeir um margt nýjan tón í umræðum um orsakir hrunsins en tími málsvarnarinnar er sem kunngt er að fara í hönd, leiði rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á annað borð til ákæra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert