Vilja stofna Hofsjökulsþjóðgarð

Á Sprengisandi; Hofsjökull í fjarska.
Á Sprengisandi; Hofsjökull í fjarska. mats.is

Tíu þing­menn Sam­fylk­ing­ar, VG og Hreyf­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram til­lögu að þings­álykt­un um stofn­un Hofs­jök­ulþjóðgarðs. Inn­an hans yrðu Þjórsár­ver, Kerl­ing­ar­fjöll, Guðlaugstung­ur og Orra­vatns­rúst­ir auk annarra aðliggj­andi svæða. Stefnt yrði að opn­un hans árið 2013.

Það eru þing­menn­irn­ir Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, Ólína Þor­varðardótt­ir, Þuríður Backm­an,
Ró­bert Mars­hall, Atli Gísla­son, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir, Álf­heiður Inga­dótt­ir, Skúli Helga­son og Þór Sa­ari sem standa að til­lög­unni.

Í álykt­un­inni er lagt til að fela um­hverf­is­ráðherra að vinna að því, í sam­vinnu við skipu­lags­yf­ir­völd og hugs­an­lega rétt­hafa, að stofna Hofs­jök­ulsþjóðgarð sem hafi inn­an sinna marka Hofs­jök­ul og aðliggj­andi svæði. Um­hverf­is­ráðherra kynni Alþingi stöðu máls­ins fyr­ir lok vorþings 2012 og stefnt verði að form­legri stofn­un þjóðgarðsins árið 2013.

Er til­koma Hofs­jök­ulsþjóðgarðs sögð mik­il­vægt skref í nátt­úru­vernd á Íslandi. Hofs­jökli og um­hverfi hans væri þannig lyft á þann stall sem þau verðskulda og aðdrátt­ar­afl og gildi óbyggðanna yrði tryggt.

Þings­álykt­un­ar­til­laga um stofn­un Hofs­jök­ulsþjóðgarðs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert