3,4 stiga skjálfti við Öskju

Víti og Öskjuvatn. Askja er friðlýst, en undir henni er …
Víti og Öskjuvatn. Askja er friðlýst, en undir henni er mikið háhitasvæði. Öskjuvatn myndaðist árið 1875. Rax / Ragnar Axelsson

Jarðskjálfti upp á um 3,4 stig mældist í Ódáðahrauni norður af Dyngjufjöllum ytri um klukkan kortér fyrir fjögur í nótt. Var skjálftinn sá stærsti í hrinu nokkurra skjálfta sem mældust í nótt.

Nokkur óróleiki hefur verið á svæðinu undanfarið en jörð hefur skolfið þar í þessari og síðustu viku að sögn jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftarnir hafa ekki verið beint inni í Öskju sjálfri heldur norðvestur af henni.

Skjálftinn í nótt virðist vera tiltölulega grunnur en skjálftarnir undanfarið þurfa ekki að þýða að neitt frekara sé að gerast að sögn jarðfræðingsins. Ekki er algengt að skjálfi á þessum slóðum en fyrir nokkrum árum mældust þar nokkrar skjálftahrinur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert