Mikil aska kom með vatnavöxtum í Brunná í gær að sögn Hannesar Jónssonar, bónda á Hvoli í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Áin flæddi þó ekki yfir varnargarða að þessu sinni.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lækka fór í ánni um þrjúleytið í gærdag en það stytti upp í gærkvöldi. Hannes er svartsýnn á þróunina á næstu árum.
„Ég sé ekki fram á neitt annað en að bærinn leggist af á næstu árum út af framburðinum. Hann lokar bæinn inni,“ segir hann.