Ekki endurbæta drullukláf fyrir hundruð milljóna

Margir hafa gagnrýnt innsiglinguna til Landeyjahafnar.
Margir hafa gagnrýnt innsiglinguna til Landeyjahafnar. mbl.is/RAX

Steinar Magnússon, einn skipstjóra Herjólfs, er andvígur því að Baldur verði notaður til ferjusiglinga í Landeyjahöfn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að skipið sé á undanþágu, megi ekki sigla á hafsvæðinu, sé of gamalt og geti hvorki tekið nógu marga farþega né bíla. Kostnaður við endurbætur upp á 200-300 milljónir króna sé ekki forsvaranlegur.

„Það þarf að gefa sér góðan tíma í þetta og fá skip til frambúðar, vera ekki að rjúka í að fá einhvern drullukláf sem þarf að endurbæta fyrir mörg hundruð milljónir,“ segir Steinar. Hann bætir við að hönnun Landeyjahafnar sé ekki hentug til innsiglingar, en Siglingastofnun hlusti ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert