Grímulaust óréttlæti

Starfs­greina­sam­bandið  seg­ir, að það geti ekki og ætli ekki und­ir nokkr­um kring­um­stæðum að sætta sig við það grímu­lausa órétt­læti sem ís­lensk heim­ili hafi mátt þola frá hruni.

„Stór­um hluta for­sendu­brests­ins hef­ur verið varpað mis­kunn­ar­laust yfir á heim­ili lands­ins á sama tíma og sleg­in hef­ur verið skjald­borg utan um kröfu­hafa og er­lenda vog­un­ar­sjóði," seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á þingi sam­bands­ins í dag.

Er þess kraf­ist, að bank­ar og fjár­mála­stofn­arn­ir leiðrétti skuld­ir heim­il­anna með full­nægj­andi hætti vegna for­sendu­brests­ins.

Í ann­arri álykt­un er þess kraf­ist, að rík­is­stjórn­in standi við gef­in lof­orð um aukn­ar fram­kvæmd­ir svo hægt verði að fjölga störf­um og draga þannig úr at­vinnu­leysi. Ella stefni allt í það að for­senda kjara­samn­ing­anna, sem gerðir voru fyrr á þessu ári, bresti.

Loks mót­mælti þing Starfs­greina­sam­bands  þeirri fyr­ir­ætl­an stjórn­valda að þrengja að skatt­frelsi líf­eyr­isiðgjalda í sér­eign­ar­líf­eyr­is­sjóði eins og  boðað er í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár.

„Þing Starfs­greina­sam­bands­ins krefst þess að stjórn­völd láti af þess­um van­hugsuðu fyr­ir­ætl­un­um. Af­leiðing­in mun verða minni sparnaður til framtíðar. Slíkt er sér­stak­lega óheppi­legt nú þegar þjóðin þarf á sparnaði að halda til þess að auka fjár­fest­ing­ar til að leggja grunn að auk­inni verðmæta­sköp­un," seg­ir í álykt­un frá þing­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert