Þreföld kreppa á Íslandi

mbl.is/ÞÖK

Meðan orka íslenskra stjórnmála fer í að glíma við afleiðingar efnahagshruns situr á hakanum vinna við mótun varnarmálastefnu. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar sænska hersins hafa unnið um ástandið á Íslandi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Rannsóknarstofnun sænska hersins, Totalförsvarets forskningsinstitut, telur að á Íslandi ríki þreföld kreppa, varnarmálakreppa auk efnahagskreppu og stjórnmálakreppu

Þetta kemur fram í þrjátíu blaðsíðna skýrslu stofnunarinnar um ástand öryggismála á Íslandi, en sérfræðingar hennar sóttu Ísland heim og ræddu við marga sérfræðinga og álitsgjafa, auk fulltrúa stjórnvalda.

Sænsku sérfræðingarnir segja að varnarmálakreppan hafi komið í kjölfar einhliða brotthvarfs Bandaríkjahers árið 2006, en harkan í íslenskum átakastjórnmálum hefur að mati skýrsluhöfunda tafið stefnumótun til framtíðar í varnarmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert