Vigdís heiðruð af Alliance française

Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir mbl.is/Árni Sæberg

Alliance française í Reykjavík fagnar aldarafmæli hinn 16. október. Af því tilefni býður Alliance française til afmælishátíðar á morgun.

Við þetta tækifæri afhendir Jean-Claude Jacq, aðalritari Fondation Alliance française í París og æðsti maður Alliance française á heimsvísu, Vigdís Finnbogadóttur heiðurspening Alliance française.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi frönskukennari MR, leikhússtjóri LR, forseti Íslands og sendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur verið félagi í Alliance française  frá árinu 1955,  hún var forseti félagsins frá 1975-1976 og er heiðursfélagi Alliance française  í Reykjavík. Vigdís hefur alla tíð verið ötul talskona franskrar tungu og menningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka