Yfir 60 milljarðar í niðurfærslu lána til einstaklinga

Landsbankinn segir að niðurfærsla bankans á lánum einstaklinga nemi nú þegar tæpum 61 milljarði kr. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn hefur sent frá sér vegna umræðu um svokallað svigrúm banka til afskrifta eða niðurfærslu á lánum til einstaklinga.

„Þegar samið var um kaup Landsbankans hf. á lánasafni einstaklinga af LBI hf. (gamla bankanum) árið 2009 nam niðurfærsla kaupverðsins 46 milljörðum króna til að mæta útlánaáhættu. Niðurfærsla bankans á lánum  einstaklinga nema nú þegar tæpum 61 milljarði króna. Mismunurinn, 15 milljarðar króna, hefur verið  gjaldfærður í reikningum bankans á árinu 2010 og 6 mánaða uppgjöri 2011,“ segir bankinn í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert