Færri eiga og fleiri skulda

Skuldendum fjölgaði árið 2010.
Skuldendum fjölgaði árið 2010.

Íslenskum fjölskyldum sem töldu fram skuldir við skattframtalsgerð vegna seinasta árs fjölgaði um rúmlega níu þúsund í fyrra. Alls töldu 9.110 fleiri fjölskyldur fram skuldir á meðan færri fjölskyldur töldu fram eignir að því er fram kemur í grein eftir Pál Kolbeins, hagfræðing hjá ríkisskattstjóra, í Tíund, tímariti embættisins.

„Fjölskyldur sem töldu fram skuldir voru um 6,7% fleiri en árið áður,“ segir í grein Páls, en um hana er fjallað í Morgunblaðinu í dag. „Fjölskyldur sem töldu fram eignir voru hins vegar 1.425 færri en í fyrra og hefur þeim fækkað um 0,8% á milli ára. Nú voru 7.616 færri fjölskyldur með jákvæðan eignarskattsstofn en í fyrra.“

Fram kemur í greininni að undanfarin þrjú ár hafa skuldir aukist meira en eignir en nú rýrnuðu eignir í fyrsta skipti meira en skuldir.

Fjölskyldum sem eiga meira en þær skulda hefur fækkað um 8,1% á milli ára. Þeim sem voru með neikvæðan eignarskattsstofn fjölgaði hins vegar um 6.399, eða 12,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert