Hætta á ísingu á vegum

Varað er við ísingu á vegum landsins í kvöld og …
Varað er við ísingu á vegum landsins í kvöld og nótt. mbl.is/RAX

Í kvöld og nótt er hætt við ís­ing­ar­mynd­un á veg­um víða um vest­an- og suðvest­an­vert landið. Nú er tekið að lægja og eins dreg­ur mikið úr skúr­um og slydduélj­um. Sam­tím­is létt­ir tals­vert til. Við þær aðstæður er mjög hætt við að það frysti á veg­um, seg­ir í ábend­ing­um veður­fræðings fyr­ir kvöldið og nótt­ina.  

Þar sem veg­ir eru víða blaut­ir suðvest­an- og vest­an­lands sem og á Vest­fjörðum  mynd­ast því ís­ing um leið og fryst­ir. Þetta á líka við um hærri fjall­vegi norðvest­an­lands þar sem hef­ur sett niður blaut­an krapasnjó.  Vest­an­til á Norður­landi eru veg­ir sumstaðar blaut­ir eða rak­ir, en aust­ar á Norður­landi hef­ur verið þurrt í dag og svo verður áfram. Á Suður­landi fryst­ir staðbundið og þá einkum í upp­sveit­un­um.

Hálku­blett­ir eru á Holta­vörðuheiði og snjóþekja á Bröttu­brekku. Á Vest­fjörðum er snjóþekja á flest­um heiðum og háls­um. Þó er Gem­lu­falls­heiði greiðfær. Hrafns­eyr­ar­heiði er hins veg­ar ófær vegna snjóflóða.

Á Norður­landi eru hálku­blett­ir á Vatns­skarði og Öxna­dals­heiði og einnig á Möðru­dals­ör­æf­um. All­ar aðalleiðir eru auðar um sunn­an­vert landið og eins á Aust­ur­landi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert