Viðbótarkostnaður ríkisins vegna breytinga á kennaranámi nemur tæpum milljarði á næstu sjö árum, aðallega í hærri launakostnaði.
Þar fyrir utan hefur fjármálaráðuneytið áætlað að krafan um meistarapróf fyrir kennsluréttindi kosti ríkissjóð um áttatíu milljónir á ári.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nú sé meistarapróf skilyrði fyrir leyfisbréfum á öllum skólastigum og útskrifast fyrstu kennararnir samkvæmt nýju námsskipulagi vorið 2013. Fylgja Íslendingar þar í fótspor Finna en kennaramenntun hefur verið á meistarastigi í Finnlandi.