Mótmæli í miðborginni

Fíflafánar voru áberandi á Lækjartorgi í dag.
Fíflafánar voru áberandi á Lækjartorgi í dag. mbl.is/Kristinn

Nokkur hópur fólks var mættur til mótmælaaðgerða 15. október á Lækjartorgi en fleiri voru á mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli, að sögn blaðamanns mbl.is.

Boðað var til „alþjóðlegra samstöðumótmæla“ á Lækjartorgi klukkan 15.00 í dag. Þar átti að sýna samstöðu með þeim mótmælum sem fram fara víða um heim í dag. 

Raddir fólksins boðuðu til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma, eða klukkan 15.00. Í fréttatilkynningu samtakanna sagði m.a.:

„Þennan dag munu milljónir manna víðsvegar um heim safnast saman á torgum til að mótmæla ofbeldi stjórn- og fjármálaheimsins gagnvart almenningi og krefjast þess að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur almennings fram fyrir kröfur fjármálaheimsins.Raddir fólksins taka afdráttarlaust undir þessar kröfur.“

Kalt og rigning var í miðborginni en samt var talsvert af fólki á ferli. Mótmælendur á Lækjartorgi veifuðu fánum með fíflamyndum. Einnig var dreift svörtum krossum sem fólkið ætlaði að ganga með yfir Austurvöll og að Alþingishúsinu. Síðan átti að ganga sömu leið til baka.

Mótmælafundir standa yfir í miðborg Reykjavíkur.
Mótmælafundir standa yfir í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn
Töluverður hópur var saman kominn á Austurvelli.
Töluverður hópur var saman kominn á Austurvelli. mbl.is/Kristinn
Mótmælin voru til að sýna samstöðu með mótmælaöldu sem gengur …
Mótmælin voru til að sýna samstöðu með mótmælaöldu sem gengur um heiminn. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka