Mótmæli í miðborginni

Fíflafánar voru áberandi á Lækjartorgi í dag.
Fíflafánar voru áberandi á Lækjartorgi í dag. mbl.is/Kristinn

Nokk­ur hóp­ur fólks var mætt­ur til mót­mælaaðgerða 15. októ­ber á Lækj­ar­torgi en fleiri voru á mót­mæla­fundi Radda fólks­ins á Aust­ur­velli, að sögn blaðamanns mbl.is.

Boðað var til „alþjóðlegra sam­stöðumót­mæla“ á Lækj­ar­torgi klukk­an 15.00 í dag. Þar átti að sýna sam­stöðu með þeim mót­mæl­um sem fram fara víða um heim í dag. 

Radd­ir fólks­ins boðuðu til sam­stöðufund­ar á Aust­ur­velli á sama tíma, eða klukk­an 15.00. Í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna sagði m.a.:

„Þenn­an dag munu millj­ón­ir manna víðsveg­ar um heim safn­ast sam­an á torg­um til að mót­mæla of­beldi stjórn- og fjár­mála­heims­ins gagn­vart al­menn­ingi og krefjast þess að stjórn­mála­menn taki um­svifa­laust kröf­ur al­menn­ings fram fyr­ir kröf­ur fjár­mála­heims­ins.Radd­ir fólks­ins taka af­drátt­ar­laust und­ir þess­ar kröf­ur.“

Kalt og rign­ing var í miðborg­inni en samt var tals­vert af fólki á ferli. Mót­mæl­end­ur á Lækj­ar­torgi veifuðu fán­um með fífla­mynd­um. Einnig var dreift svört­um kross­um sem fólkið ætlaði að ganga með yfir Aust­ur­völl og að Alþing­is­hús­inu. Síðan átti að ganga sömu leið til baka.

Mótmælafundir standa yfir í miðborg Reykjavíkur.
Mót­mæla­fund­ir standa yfir í miðborg Reykja­vík­ur. mbl.is/​Krist­inn
Töluverður hópur var saman kominn á Austurvelli.
Tölu­verður hóp­ur var sam­an kom­inn á Aust­ur­velli. mbl.is/​Krist­inn
Mótmælin voru til að sýna samstöðu með mótmælaöldu sem gengur …
Mót­mæl­in voru til að sýna sam­stöðu með mót­mæla­öldu sem geng­ur um heim­inn. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert