Mótmælt í 951 borg í 82 löndum

Mótmælendur hafa yfirtekið fjármálahverfið í New York og fara fram …
Mótmælendur hafa yfirtekið fjármálahverfið í New York og fara fram á að hagsmunir fólksins verði teknir fram fyrir hagsmuni fjármálastofnanna. Reuter

Efnt hefur verið til mótmæla í 951 borg í 82 löndum í dag til þess að krefjast þess að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur og þarfir almennings fram yfir hagsmuni fjármálastofnanna.

Mótmælin eiga rætur sínar að rekja til hreyfinga á borð við Occupy Wall Street, sem hefur nú teygt anga sína víða um heim, og átaksins The 99 percent, eða 99 prósentin, en það dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að í Bandaríkjunum situr 1 prósent þjóðarinnar að 40 prósentum auðsins.

Af þessu tilefni efna Raddir fólksins til samstöðufundar á Austurvelli kl. 15 en þar munu m.a. Alma Jenny Guðmundsdóttir, ferðaþjónustuaðili, og Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, flytja ávörp.

Alþjóðlegu samstöðumótmælin hefjast á sama tíma á Lækjartorgi en nánar má lesa um átakið á vefsíðunni 15october.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert