Skattrannsóknastjóri hefur kært um 20 mál til sérstaks saksóknara. Ástæðan er skattsvik í gegnum skúffufyrirtæki í Lúxemborg. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld.
Fréttastofa RÚV segir að fólkið megi eiga von á reikningum upp á tugi eða hundruð milljóna. Hæsti reikningurinn sé um átta milljarðar. Upphaf flestra málanna var könnun skattyfirvalda á notkun erlendra greiðslukorta hér á landi, hvaða kort höfðu verið notuð til að borga meira en fimm milljónir króna á tólf mánaða tímabili.