Þingmenn bæði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vilja koma í veg fyrir að Páll Magnússon verði gerður að forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv.
Fram kemur að mikill vilji virðist vera til þess að starfið verði auglýst aftur.
Þá segir að málin hafi verið rædd í þingflokkum bæði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og eftir því sem fréttastofa hafi hermt hafi engir verið þar sem hafi stutt eða verið ánægðir með ráðningu Páls.