Vonbrigði hversu fáir mættu á Austurvöll

Frá Austurvelli í gær.
Frá Austurvelli í gær. mbl.is/Kristinn

Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir segir að það hafi verið vonbrigði hversu fáir hafi mætt á mótmælin á Austurvelli í gær.

Þetta skrifaði Lilja á Facebook-síðu sína í morgun.

„Ég óttast að hagsmunagæslufólk gamla valdakerfisins á Íslandi sé að takast í skjóli svokallaðra vinstriflokka að endurreisa gamla kerfið og klíkurnar sem steyptu okkur í hyldýpi skuldafensins,“ skrifar Lilja.

„Sífellt fleiri segjast ætla af landi brott, ef þeir geti ekki komist að viðunandi samkomulagi við bankann sinn. Einstaklingshyggjan virðast vera að taka við af samstöðunni um að nota kreppuna til að tryggja réttlæti, jöfnuð og velferð í samfélaginu. Ef ekki tekst að byggja upp samstöðuna aftur, þá óttast ég það sem framundan er eða landflóttann, ójöfnuðinn og skoðanakúgunina,“ skrifar Lilja ennfremur.

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert