12% í svartri vinnu

Margs konar fyrirtæki, lítil og meðalstór, voru heimsótt í átaki …
Margs konar fyrirtæki, lítil og meðalstór, voru heimsótt í átaki ríkisskattstjóra, ASÍ og SA. mbl.is/RAX

Af 6.176 kennitölum starfsmanna á 2.136 vinnustöðum, sem starfsmenn átaks ríkisskattstjóra, ASÍ og SA heimsóttu, reyndust 737 þeirra, eða 12%, ekki vera á staðgreiðsluskrá, þ.e. stunda svarta vinnu.

Hjá meira en helmingi rekstraraðila varð vart frávika frá réttri framkvæmd og þurfti að gefa um fjórðungi þeirra leiðbeinandi tilmæli um tekjuskráningu.

Markmið átaksins, sem ber yfirskriftina „Leggur þú þitt af mörkum?“, var m.a. að hvetja aðila vinnumarkaðarins til að standa rétt að skattskilum en í leiðara nýrrar Tíundar, fréttablaðs ríkisskattstjóra, er þeirri spurningu m.a. velt upp hvort þeir sem hreyki sér af því að brjóta skattalög séu að segja við þá sem á hlýða: „Skattbyrðin mín hefur verið flutt yfir á þig!“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhann G. Ásgrímsson, verkefnisstjóri átaksins, að embætti ríkisskattstjóra skorti úrræði við eftirlit og að töpuð gjöld vegna svartrar vinnu einnar séu yfir tíu milljarðar króna á ársgrundvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert