Alcoa hættir við Bakka

Tóma Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á fundi bæjarráðs Norðurþings í dag.
Tóma Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á fundi bæjarráðs Norðurþings í dag. mynd/Heiðar

Tóm­as Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa á Íslandi, kynnti bæj­ar­ráði Norðurþings og bæj­ar­stjóra nú fyr­ir stundu þá ákvörðun Alcoa að hætta við áform um að reisa og reka ál­ver á Bakka við Húsa­vík.

Hann sagði í sam­tali við mbl.is að þessi ákvörðun hafi verið óhjá­kvæmi­leg, þar sem legið hafi fyr­ir að ekki yrði hægt að út­vega 250 þúsund tonna ál­veri næga raf­orku.

Alcoa hef­ur í sam­vinnu við heima­menn fyr­ir norðan, Lands­virkj­un og stjórn­völd unnið að þessu verk­efni síðan 2005 og þegar und­ir­bún­ing­ur hófst, þá var upp­leggið það, að það yrðu til a.m.k. 400 MW af orku í verk­efnið.

„Til þess að gera langa sögu stutta, þá eru þær for­send­ur ekki til staðar leng­ur. Það hef­ur verið gerð vilja­yf­ir­lýs­ing af hálfu Lands­virkj­un­ar, um að selja ork­una fyr­ir norðan til annarra verk­efna og þar fyr­ir utan hef­ur ekki um nokkra hríð verið fyr­ir hendi vilja­yf­ir­lýs­ing um orku­sölu til okk­ar, hvorki af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar né Lands­virkj­un­ar. Það ligg­ur því fyr­ir að þær for­send­ur sem við lögðum af stað með í upp­hafi eru brostn­ar og því er ekki um neinn ann­an kost að ræða hjá okk­ur en draga okk­ur með form­leg­um hætti út úr þessu verk­efni," sagði Tóm­as.

Alcoa hef­ur á þeim rúmu sex árum sem liðin eru frá því að und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins hófst varið á öðrum millj­arði króna í und­ir­bún­ing­inn.

Þetta er reiðarslag fyr­ir heima­menn, en áætlað hafði verið að á bil­inu 700 til 1000 störf yrðu til, þegar verk­smiðjan væri kom­in í rekst­ur en á bygg­ing­ar­tíma var áætlað að um 3 þúsund manns hefðu at­vinnu af upp­bygg­ing­unni.

„Alcoa á Íslandi til­kynnti hags­munaaðilum á Norður­landi í dag að fé­lagið væri hætt áform­um um bygg­ingu ál­vers á Bakka enda ljóst að ekki muni fást nægi­leg orka á sam­keppn­is­hæfu verði til áls­vers­ins. Þessi niðurstaða kem­ur í kjöl­far rúm­lega fimm ára und­ir­bún­ings­vinnu við verk­efnið, en af hálfu Alcoa hef­ur legið fyr­ir frá upp­hafi að ekki yrði ráðist í svo um­fangs­mikla fjár­fest­ingu, sem ál­ver er, nema tryggt væri að næg orka feng­ist til ál­vers­ins á viðun­andi verði til framtíðar," seg­ir í til­kynn­ingu frá Alcoa, sem send var til fjöl­miðla nú síðdeg­is.

Allt ann­ar veru­leiki en fyr­ir 6 árum

Þar seg­ir jafn­framt: „Í dag tel­ur Lands­virkj­un sig ein­ung­is geta tryggt Alcoa helm­ing þeirr­ar orku sem Alcoa, Lands­virkj­un og stjórn­völd gengu út­frá í upp­hafi að feng­ist til verk­efn­is­ins.  Auk þess er af­hend­ing­ar­tími þeirr­ar orku sem Alcoa býðst of lang­ur til að af fjár­fest­ingu af þess­ari stærðargráðu geti orðið. Alcoa stend­ur því frammi fyr­ir allt öðrum veru­leika en fyr­ir sex árum þegar fyr­ir­tækið hóf vinnu við verk­efnið í sam­starfi við stjórn­völd, sveit­ar­fé­lög nyrðra og orku­fyr­ir­tæki.

Eft­ir viðræður við stjórn­end­ur Lands­virkj­un­ar og full­trúa stjórn­valda hef­ur Alcoa kom­ist að þeirri niður­stöðu að ekki sé leng­ur unnt að rétt­læta fjár­fest­ingu af þeirri stærðargráðu sem bygg­ing og rekst­ur ál­vers á Bakka er.

Alcoa hóf þátt­töku í verk­efn­inu með und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar við rík­is­stjórn­ina og Norðurþing á fyrri hluta árs 2005. Vilja­yf­ir­lýs­ing­ar við Lands­virkj­un/Þ​eistareyki og Landsnet voru gerðar í kjöl­farið.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in við Lands­virkj­un rann út árið 2008 og ári síðar vilja­yf­ir­lýs­ing Alcoa, Norðurþings og stjórn­valda. Beiðni Alcoa um fram­leng­ingu henn­ar var hafnað af rík­is­stjórn­inni.

Þrátt fyr­ir það ákvað Alcoa að halda áfram vinnu við sam­eig­in­legt mat á um­hverf­isáhrif­um fyr­ir ál­ver, orku­ver og raflín­ur á svæðinu. Mats­ferl­inu lauk í nóv­em­ber 2010.

Um leið og Alcoa lýs­ir von­brigðum yfir því að þær for­send­ur, sem lagt var upp með í verk­efn­inu árið 2005, séu brostn­ar þakk­ar fyr­ir­tækið Norðlend­ing­um af heil­um hug sam­starfið og stuðning­inn við verk­efnið."

Bakki við Húsavík.
Bakki við Húsa­vík. mbl.is/​GSH
Frá Húsavík.
Frá Húsa­vík. www.mats.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert