Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson átti fund með fulltrúum grasrótahreyfinga á Íslandi á Bessastöðum í dag.
Á vef forsetaembættisins kemur fram að forsetinn hafi átt fund með Rakel Sigurgeirsdóttur, Ástu Hafberg, Daða Ingólfssyni og Kristni Má Ársælssyni um reynsluna af mótmælahreyfingum á Íslandi og víða um heim, starfi grasrótarhreyfinga og þörfina á skipulögðum samræðuvettvangi. Einnig var fjallað um vinnuferlið að nýrri stjórnarskrá.