Vopnað rán í Michelsen á Laugavegi

Lögreglan mætti strax á staðinn.
Lögreglan mætti strax á staðinn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vopnað rán var framið í úraversluninni Michaelsen á Laugavegi í morgun. Ræningjanna er leitað en þeir komust undan að því er virðist með talsvert magn af þýfi. Lögreglan segir ekki ljóst hvort um raunverulegt vopn eða leikfangabyssu var að ræða.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins réðust þrír grímuklæddir menn með byssu og barefli inn í skartgripaverslunina skömmu eftir opnun. Þar brutu þeir skápa með hömrum, fylltu töskur sem þeir höfðu meðferðis af þýfi og hlupu út í bíl. Svo virðist sem um sé að ræða bíl sem stolið var í Gnoðarvogi í Reykjavík síðastliðna nótt og lögregla hefur lýst eftir, af gerðinni Audi með skráningarnúmerið NT-138.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert