Vopnað rán í Michelsen á Laugavegi

Lögreglan mætti strax á staðinn.
Lögreglan mætti strax á staðinn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vopnað rán var framið í úra­versl­un­inni Michael­sen á Lauga­vegi í morg­un. Ræn­ingj­anna er leitað en þeir komust und­an að því er virðist með tals­vert magn af þýfi. Lög­regl­an seg­ir ekki ljóst hvort um raun­veru­legt vopn eða leik­fanga­byssu var að ræða.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins réðust þrír grímu­klædd­ir menn með byssu og bar­efli inn í skart­gripa­versl­un­ina skömmu eft­ir opn­un. Þar brutu þeir skápa með hömr­um, fylltu tösk­ur sem þeir höfðu meðferðis af þýfi og hlupu út í bíl. Svo virðist sem um sé að ræða bíl sem stolið var í Gnoðar­vogi í Reykja­vík síðastliðna nótt og lög­regla hef­ur lýst eft­ir, af gerðinni Audi með skrán­ing­ar­núm­erið NT-138.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert