Alvarlegt þjóðfélagsástand ríkjandi

Lögreglumenn verjast eggjakasti við Alþingishúsið 1. október.
Lögreglumenn verjast eggjakasti við Alþingishúsið 1. október. mbl.is/Golli

Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur enn vera ríkjandi alvarlegt þjóðfélagsástand og lítið þurfi að gerast til að uppúr sjóði.

Þetta kemur fram í athugasemdum, sem ríkislögreglustjóri sendi innanríkisráðuneytinu við ábendingu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd reglna um opinber innkaup.

Lögreglan starfar enn samkvæmt viðbúnaðarskipulagi vegna alvarlegs þjóðfélagsástands og skipulagi umk lög- og öryggisgæslu, sem ríkislögreglustjóri gaf út 6. október 2008. Segir ríkislögreglustjóri, að atburðir við setningu Alþingis 1. október sl. staðfesti að mat lögreglu á þjóðfélagsástandinu standist fyllilega.

Greinargerð ríkislögreglustjóra

Viðauki við greinargerð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert