Forsetinn friðarspillir

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.

Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður VG, seg­ir á vef sín­um í kvöld að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sé friðarspill­ir sem ís­lensk þjóð eigi langt því frá skilið að hafa fyr­ir sér.

Til­efnið er bréf, sem for­set­inn sendi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, um mitt síðasta ár en bréfið var birt op­in­ber­lega á vef for­seta­embætt­is­ins í dag.

„Það bend­ir of margt til þess að for­set­inn hafi nú end­an­lega snappað og hon­um sé ekki leng­ur sjálfrátt. Hann und­an­skil­ur sjálf­an sig frá því að tak­ast á við erfiðleik­ana sem þjóðin er að fást við, neit­ar að horf­ast í augu við eig­in mis­tök og hann hafn­ar allri ábyrgð á or­sök og af­leiðing­um hruns­ins. For­set­inn ríf­ur kjaft og hæðist að þjóðinni sem dag hvern fær að finna fyr­ir af­leiðing­um hruns­ins. For­seti Íslands er ekki leng­ur það sam­ein­ing­ar­tákn sem þjóðin þarf á að halda," seg­ir Björn Val­ur m.a.

Bloggvef­ur Björns Vals Gísla­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert