Forsetinn friðarspillir

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir á vef sínum í kvöld að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sé friðarspillir sem íslensk þjóð eigi langt því frá skilið að hafa fyrir sér.

Tilefnið er bréf, sem forsetinn sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um mitt síðasta ár en bréfið var birt opinberlega á vef forsetaembættisins í dag.

„Það bendir of margt til þess að forsetinn hafi nú endanlega snappað og honum sé ekki lengur sjálfrátt. Hann undanskilur sjálfan sig frá því að takast á við erfiðleikana sem þjóðin er að fást við, neitar að horfast í augu við eigin mistök og hann hafnar allri ábyrgð á orsök og afleiðingum hrunsins. Forsetinn rífur kjaft og hæðist að þjóðinni sem dag hvern fær að finna fyrir afleiðingum hrunsins. Forseti Íslands er ekki lengur það sameiningartákn sem þjóðin þarf á að halda," segir Björn Valur m.a.

Bloggvefur Björns Vals Gíslasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert