Heimabakstur leyfður með lögum

Nú hillir undir að kleinur megi selja til styrktar góðgerðastarfsemi …
Nú hillir undir að kleinur megi selja til styrktar góðgerðastarfsemi á nýjan leik. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur lagt fram á Alþingi frum­varp um breyt­ingu á lög­um um mat­væli. Verði það að lög­um verður m.a. heim­ilt að selja heima­bakst­ur í þágu góðgerðar­starf­semi en sem kunn­ugt er var það bannað.

Í frum­varp­inu er góðgerðastarf­semi einnig skil­greind en hún er „starf­semi sem hef­ur það ein­asta mark­mið að verja hagnaði sín­um til al­menn­ings­heilla, svo sem líkn­ar­mála, íþrótta­mála, fé­lags­mála og vís­inda- eða hjálp­ar­starf­semi.“

Í at­huga­semd­um við frum­varpið kem­ur m.a. fram að sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um um mat­væli séu „ein­stak­ling­ar eða fé­laga­sam­tök sem mat­reiða og bjóða mat­væli án end­ur­gjalds eða til sölu í þágu góðgerðar­mála“ mat­væla­fyr­ir­tæki í skiln­ingi lag­anna.

Með þeirri breyt­ingu sem lögð er til í frum­varp­inu er verið að koma til móts við kröfu al­menn­ings um að fé­laga­sam­tök eða ein­stak­ling­ar geti lagt ýms­um mál­efn­um lið „með því að bjóða al­menn­ingi gegn gjaldi mat­væli sem mat­reidd eru eða bökuð í eld­hús­um heima við eða öðrum eld­hús­um sem ekki hafa verið samþykkt af op­in­ber­um eft­ir­litsaðilum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert