Hummerinn var brotajárn

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flytur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flytur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Jó­hann­es Jóns­son, kennd­ur við Bón­us, sagði fyr­ir dómi í dag að Jón Ásgeir son­ur hans hefði ekki notað, a.m.k. ekki neitt að ráði, þrjá bíla sem voru í eigu Gaums. Porcs­he 911 bíll­inn hafi frek­ar verið fjár­fest­ing og fyrr­ver­andi eig­in­kona Jóns Ásgeirs hafi verið með Cherokee-jepp­ann. Hum­mer­inn hafi flokk­ast sem brota­járn.

Jón Ásgeir er ákærður fyr­ir að hafa haft af­not af bíl­un­um án þess að greiða skatt af þeim hlunn­ind­um.

Í mál­inu hef­ur tölu­vert verið fjallað um hver það var sem ákvað að fyrr­um eig­in­kona Jóns Ásgeirs skyldi aka um á Cherokee-jeppa sem var í eigu Gaums, fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is Bón­us-fjöl­skyld­unn­ar.

Fyr­ir dómi í dag sagði Jó­hann­es að af­not­in hafi verið með hans samþykki en Jó­hann­es var fram­kvæmda­stjóri Gaums fram til 1999 þegar Krist­ín, dótt­ir hans, tók við. Hún hafi verið hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu og eðli­legt að hún nyti hlunn­inda af því. Innt­ur eft­ir því hvort Krist­ín hefði starfað fyr­ir Gaum sagði Jó­hann­es að hún hefði starfað við að breiða út fagnaðar­er­indið, þ.e. um gæði fyr­ir­tæk­is­ins.

Jó­hann­es sagði jafn­framt að kaup­in á Porsche-bif­reiðinni hefði verið fjár­fest­ing enda hefðu þess­ir bíl­ar hækkað í verði eft­ir því sem þeir urðu eldri. „Hum­mer­inn flokk­ast nú frek­ar und­ir brota­járn held­ur en bif­reið," sagði hann. 

Aðspurður sagði Jó­hann­es að Jón Ásgeir hefði sjálfsagt getað notað þessa bíla en hann efaðist um að hann hefði kom­ist yfir það, svo marga bíla hefði hann átt sjálf­ur.

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari, vísaði í yf­ir­heyrsl­unni til skýrslu Jó­hann­es­ar þar sem m.a. hefði komið fram að Jón Ásgeir hefði ein­mitt haft af­not af fyrr­nefnd­um bíl­um auk fleiri tækja, s.s. snjósleða. Jó­hann­es kvaðst ekki muna glöggt eft­ir þessu, enda langt um liðið. „Já, já, þetta voru nátt­úru­lega smá­mun­ir á þess­um tíma," sagði hann.

Síðar sagðist hann sjálf­ur hafa átt um 150 bíla í gegn­um tíðina en það hafi ekki verið of­ar­lega í hans huga að fylgj­ast með hvernig staðið var að skil­um á þeim af­not­um.

Jón Ásgeir og Krist­ín eru bæði ákærð fyr­ir skattsvik í tengsl­um við sam­ein­ingu Bón­uss og Hag­kaupa. Jó­hann­es kvaðst ekki telja að Krist­ín hefði komið neitt ná­lægt samn­ings­gerðinni enda hefði hún verið bú­sett í Dan­mörku á þess­um tíma. Fær­ustu menn hefðu verið fengn­ir til ráðgjaf­ar. Sjálf­ur hefði hann mjög lít­il af­skipti haft af þess­um mál­um.

Jóhannes Jónsson
Jó­hann­es Jóns­son mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert