Jarðskjálftahrina varð í morgun undan Norðurlandi en heldur hefur nú dregið úr skjálftavirkninni. Ekki er vitað til þess að skjálftarnir hafi fundist í landi.
Upptök skjálftanna voru á hafsbotni um 35 km norður af Siglufirði. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hófst skjálftanhrinan upp úr klukkan 10 en mjög hefur dregið úr skjálftavirkninni nú.
Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði á Tjörnesbrotabeltinu.