Lögreglan fór að lögum við innkaup

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, seg­ist hafa sann­færst um að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hafi farið að lög­um í inn­kaup­um sín­um.

Í til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu er haft eft­ir Ögmundi,  að sú mynd sem dreg­in hafi verið upp í fjöl­miðlum af embætt­inu, sé ómak­leg og röng. Hins veg­ar séu þessi mál al­mennt ekki í nógu góðum far­vegi og því séu til­tekn­ir þætt­ir þeirra tekn­ir til sér­stakr­ar skoðunar.

Inn­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur fjallað um ábend­ing­ar Rík­is­end­ur­skoðunar um inn­kaup lög­gæslu­stofn­ana frá 27. sept­em­ber. Einnig hef­ur ráðuneytið farið yfir grein­ar­gerð frá rík­is­lög­reglu­stjóra um málið sem óskað var eft­ir í fram­haldi af ábend­ing­um Rík­is­end­ur­skoðunar.

Unnið að gerð reglna um auka­störf lög­reglu­manna

Ráðuneytið hef­ur falið rík­is­lög­reglu­stjóra í sam­vinnu við lög­reglu­embætti og Rík­is­kaup að leggja fram eigi síðar en 1. fe­brú­ar til­lög­ur að um­bót­um í inn­kaup­um á búnaði og tækj­um til lög­regl­unn­ar.

Vegna ábend­inga Rík­is­end­ur­skoðunar um að inn­an­rík­is­ráðuneytið segi til um hvort það sam­rým­ist störf­um lög­reglu­manna að eiga og/​eða starfa hjá fyr­ir­tækj­um sem lög­gæslu­stofn­an­ir eiga í viðskipt­um við er rétt að taka fram að á veg­um rík­is­lög­reglu­stjóra er nú að beiðni ráðuneyt­is­ins unnið að gerð reglna um auka­störf lög­reglu­manna.

Að  mál­inu vinn­ur vinnu­hóp­ur á veg­um rík­is­lög­reglu­stjóra með aðkomu Lands­sam­bands lög­reglu­manna og Lög­reglu­skóla rík­is­ins og skulu til­lög­ur hans einnig liggja fyr­ir 1. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Lög­gæslu­stofn­an­ir keyptu vör­ur af fjór­um fyr­ir­tækj­um í eigu lög­reglu­manna eða ná­inna vensla­manna þeirra fyr­ir sam­tals rúm­lega 91 millj­ón króna sam­kvæmt ábend­ingu Rík­is­end­ur­skoðunar frá því í sept­em­ber. Um er ræða tíma­bilið  janú­ar 2008 til apríl 2011.

Í nær öll­um til­vik­um var um að ræða búnað vegna lög­gæslu­starfa. Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar fór hluti þess­ara viðskipta í bága við lög um op­in­ber inn­kaup. Stofn­un­in brýn­ir fyr­ir lög­gæslu­stofn­un­um að virða ákvæði lag­anna.

Sam­kvæmt 20. gr. lag­anna ber að bjóða út öll kaup á vör­um ef fjár­hæðir viðskipta fara yfir til­tek­in viðmiðun­ar­mörk sem eru nú 6,2 millj­ón­ir króna. Ef fjár­hæðir eru und­ir þess­um mörk­um ber sam­kvæmt 22. gr. að leita til­boða hjá sem flest­um fyr­ir­tækj­um áður en kaup eru ákveðin.

Sjá fyrri frétt um málið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka