Loksins upplýst um afslátt

mbl.is

Bank­arn­ir all­ir telja sig vera búna að nýta það svig­rúm sem þeir höfðu til af­skrifta vegna þess af­slátt­ar sem þeir fengu í upp­gjöri gömlu og nýju bank­anna á íbúðalána­söfn­um þeirra, og gott bet­ur en það.

Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, að upp­lýst hafi verið um á fundi í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is í gær­morg­un.

Fram kom á fund­in­um að Lands­bank­inn fékk íbúðalána­safn sitt með 34 pró­senta af­slætti, Ari­on með 23,5 pró­senta og Íslands­banki með 30 pró­senta af­slætti.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Guðlaug­ur Þór, að ít­rekað hafi verið leitað eft­ir um­rædd­um upp­lýs­ing­um frá rík­is­stjórn­inni en án ár­ang­urs. Rík­is­stjórn­in hafi haft vitn­eskju um töl­urn­ar en setið á þeim. „Það var ríkið sem gekk frá upp­gjöri þess­ara banka og vissi um þetta,“ seg­ir Guðlaug­ur sem lagði fram fyr­ir­spurn á Alþingi um málið en fékk ófull­nægj­andi svör.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert