Loksins upplýst um afslátt

mbl.is

Bankarnir allir telja sig vera búna að nýta það svigrúm sem þeir höfðu til afskrifta vegna þess afsláttar sem þeir fengu í uppgjöri gömlu og nýju bankanna á íbúðalánasöfnum þeirra, og gott betur en það.

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að upplýst hafi verið um á fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gærmorgun.

Fram kom á fundinum að Landsbankinn fékk íbúðalánasafn sitt með 34 prósenta afslætti, Arion með 23,5 prósenta og Íslandsbanki með 30 prósenta afslætti.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðlaugur Þór, að ítrekað hafi verið leitað eftir umræddum upplýsingum frá ríkisstjórninni en án árangurs. Ríkisstjórnin hafi haft vitneskju um tölurnar en setið á þeim. „Það var ríkið sem gekk frá uppgjöri þessara banka og vissi um þetta,“ segir Guðlaugur sem lagði fram fyrirspurn á Alþingi um málið en fékk ófullnægjandi svör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert