Ríkið sjái um að skrá giftingar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Ernir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist vera þeirrar skoðunar að hugsa þurfi öll mál sem varðar skráningu á giftingum upp á nýtt. Það sé spurning hvort þessi skráning eigi ekki að vera á herðum ríkisvaldsins en ekki hjá trúfélögum.

Ögmundur sagði þetta á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Á fundinum kom fram að Ögmundur ætlar í vetur að leggja fram frumvarp um lífsskoðunarfélög.

Frumvarpið felur í sér að lífsskoðunarfélögum verði tryggður fjárhagslegur grundvöllur á borð við trúfélög. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir að félögin fái hlutverk til að annast skráningu á giftingum og öðru sem að snýr að hinu opinbera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert