Rindilþvari finnst í Hafnarfirði

Rindilþvarinn sást í Hafnarfirði.
Rindilþvarinn sást í Hafnarfirði. Ljósmynd/Jochen Kattoll

Fuglaáhugamenn hafa komið auga á rindilþvara í Hafnarfirði. Þetta er aðeins annað þekkta tilvik rindilþvara á Íslandi en fyrri fugl fannst sjórekinn á Suðurnesjum í maí árið 1823.

Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn, segir að rindilþvarinn hafi fundist á sunnudaginn og strax og fréttist af honum hafi fuglaáhugamenn farið af stað til að leita að honum, en sú leit hafi ekki enn skilað árangri. Hann segir að rindilþvari sé felugjarn fugl, en þeir sem fundu hann á sunnudaginn gátu nánast gengið að honum. Brynjúlfur segir að fuglinn hafi annað hvort verið örþreyttur eftir langt ferðalag eða veikur.

Rinidilþvari er evrópskur fugl og finnst víða í Suður- og Mið-Evrópu og austur eftir Rússlandi. Hann fer til Afríku yfir vetrarmánuðina. Hann er af hegraætt og segja má að hann sé lítið annað en hálsinn og hausinn.

fuglar.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert