Varað er við óveðri í Hamarsfirði og Hvalsnesi en Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun. Þungfært er um Öxi.
Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og á Svínadal. Hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Norður- og Norðausturlandi er víða hálka og talverður éljagangur austan Eyjafjarðar.
Á Austanlandi er hálka og skafrenningur á Fagradal og snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka er viða á fjallvegum. Þæfingsfærð og mikill skafrenningur er á Vatnskarði eystra og þæfingur á Mjóafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.