Vilja fund um Alcoa

Bakki við Húsavík.
Bakki við Húsavík. mbl.is/GSH

Þingmennirnir Einar K. Guðfinnsson og Jón Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, hafa farið fram á að fulltrúar Alcoa, Landsvirkjunar og heimamanna í Þingeyjarsýslum verði kallaðir á fund nefndarinnar vegna þeirrar ákvörðunar Alcoa að hætta við álver á Bakka.

 Vilja þeir draga fram áhrif þessa á atvinnumál á svæðinu og aðkomu stjórnvalda, segir í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert