Bréf valda þingmönnum áhyggjum

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á Alþingi í dag að það hljóti að valda þing­mönn­um áhyggj­um að sjá bréfa­skipti for­sæt­is­ráðherra og for­seta Ísland og hve for­sæt­is­ráðherra hefði leyft sér að fara langt út fyr­ir valdsvið sitt og inn á svið for­set­ans og þings­ins.

Hvatti Sig­mund­ur Davíð for­seta Alþing­is til að ræða þessi mál við for­sæt­is­ráðherra og út­skýra fyr­ir hon­um hvert valdsvið hans er og hvetja hann til að láta af bréfa­skrift­um af þessu tagi.

Þá sagði Sig­mund­ur Davíð, að for­seti Alþing­is ætti að út­skýra fyr­ir þing­mönn­um, að ekki væri hægt að leyfa sér hvað sem er þegar rætt væri um for­seta­embættið og for­set­ann. Sýna þyrfti því embætti lág­marks­virðingu.

„Þótt for­seti Íslands hafi lagt meira til þess að bæta stöðu rík­is­sjóðs (...) held­ur en stjórn­ar­liðið þýðir ekki að fara í hefnd­araðgerðir, vera full­ur heift­ar og skrifa reiðipóst og ég tala nú ekki um það blogg og þær yf­ir­lýs­ing­ar sem hafa komið frá nokkr­um þing­mönn­um," sagði Sig­mund­ur Davíð.

Val­gerður Bjarna­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist hins veg­ar furða sig á þeirri skap­vonsku, sem kæmu fram í bréfi for­seta Íslands vegna eðli­legra spurn­inga for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

„Ég hef áhyggj­ur af okk­ur öll­um ef emb­ætt­is­menn æðsta embætt­is lands­ins geta ekki svarað ein­föld­um spurn­ing­um eins og þess­um af fyllstu kurt­eisi held­ur fari í vont skap," sagði Val­gerður.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason sagði að rík­is­stjórn­in hefði verið í heil­ögu stríði við for­seta Íslands frá því hann hafnaði því í fyrra skiptið að staðfesta Ices­a­ve-lög. „For­sæt­is­ráðherra ætti að hætta þessu bulli og snúa sér að því sem mestu máli skipt­ir, að koma Íslandi út úr krepp­unni," sagði Ásmund­ur Ein­ar.

Bréf for­seta Íslands

1. bréf for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins
2. bréf for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins
3. bréf for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins
4. bréf for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert