Fleiri framkvæmdir tilkynningaskyldar

Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá.
Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá. mbl.is/Rax

Fleiri framkvæmdir verða gerðar tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um hvort þær séu háðar mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Málsmeðferð fyrir þær framkvæmdir verður hins vegar einfölduð.

Samkvæmt drögunum verða framkvæmdir flokkaðar í þrjá flokka. Í flokk A falla þær framkvæmdir sem eru matsskyldar og í flokki B verða þær framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum en um er að ræða nánast óbreytta flokkun framkvæmda samkvæmt núgildandi lögum. Við bætist flokkur C en hann mun taka til þeirra framkvæmda sem sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum en fallið hafa utan viðmiðunarmarka núgildandi laga. Sem fyrr segir verður málsmeðferðin hins vegar einfölduð varðandi þennan flokk, segir á vef umhverfisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert