Furða sig á að stjórnarþingmenn fagni

Tóma Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á fundi bæjarráðs Norðurþings.
Tóma Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á fundi bæjarráðs Norðurþings.

Framsóknarmenn í Þingeyjasýslu segja það vekja furðu að sumir stjórnarþingmenn fagni því að Alcoa hafi ákveðið að hætta við að byggja álver á Bakka við Húsavík á sama tíma og vonbrigði íbúanna séu augljós og raunhæfri atvinnuuppbyggingu sé skotið út af borðinu.

„Árið 2006 hófu Þingeyingar ásamt ríkisstjórn Íslands, Landsvirkjun og fyrirtækinu Alcoa að kanna möguleika á atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Mikið hefur áunnist en langt er í land svo neikvæðri byggðaþróun verði snúið við.

Haustið 2009 ákvað ríkisstjórn Íslands að framlengja ekki viljayfirlýsingu við sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum og Alcoa. Í maí síðastliðnum gerðu ríkið og sveitarfélög í Þingeyjarsýslum með sér viljayfirlýsingu um atvinnuuppbyggingu og eflingu opinberra starfa í Þingeyjarsýslum.      Fyrirtækið Alcoa hefur ákveðið að hætta við áform um uppbyggingu 250 þús. tonna álvers á Bakka við Húsavík. Ástæðan er sögð forsendubrestur. Forstjóri Landsvirkjunar er tvísaga í málinu og pólitísk fingraför fjármálaráðherra af stjórn Landsvirkjunar greinileg. Niðurstaða málsins er ekki byggð á faglegum forsendum. Furðu vekur að sumir stjórnarþingmenn fagni, þegar vonbrigði íbúanna eru augljós og raunhæfri atvinnuuppbyggingu er skotið út af borðinu.      Þingeyingar munu áfram berjast fyrir nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum enda hafa þeir lagt mikið undir. Það er skýr krafa Framsóknarfélags Þingeyinga að orkan verði nýtt í Þingeyjarsýslum til að endurheimta störf og efla blómlega byggð,“ segir í ályktun félagsfundar í Framsóknarfélagi Þingeyinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka